Listakonan, ljósmyndarinn og landgræðslufræðingurinn Jóhanna P töfrar fram glæsilegar silkislæður með einstökum myndum. Myndirnar eru af íslenskri náttúru og hefur Jóhanna einstakt auga fyrir undrum þess smáa.
Allar konur ættu að finna slæðu við sitt hæfi því úrvalið er mikið. Slæðurnar eru tilvaldar til gjafa.