Undurslæðurnar koma innpakkaðar tilbúnar til sölu í verslunum.
Hverri slæðu fylgir lítið myndaspjald með skemmtilegum og jákvæðum texta, bæði á íslensku og ensku. Að auki fær söluaðili stokk myndaspjalda sem gefur flott yfirlit og auðveldar viðskiptavinum valið.
Söluaðilum er ráðlagt að panta með minnst eins mánaðar fyrirvara ef um mikið magn er að ræða. Sendum hvert á land sem er.